<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 28, 2004

Sidasta faersla fra Bangkok....
snoktisnokt. Flug upp ur midnaetti i kvold og vid aettum ad vera lentar i Keflavik um midjan dag a morgun. Kannski missi eg to af fluginu vegna vanlidunar, skrifast a adeins of marga kokkteila sem voru innbyrtir i gaerkvoldi. Eg lenti annars i undarlegri lifsreynslu a Kaosan Road i gaer....kvenmadur, sem var greinilega adur karlmadur, slo mig i hausinn, girti nidur um sig og glennti kynfaerin a ser framan i mig tar sem mer hafdi ordid a tau mistok ad kalla hann/hana lady boy en teir eru ansi margir her i Thailandi. Eg vissi ekki hvadan a mig stod vedrid, var bara ad spjalla vid Magga og Helgu og ekki-lady-boyinn heyrdi ordid lady boy ur samraedum okkar. Og eg var sko ekki einu sinni ad segja neitt ljott um hann/hana heldur benda a hversu ogurlega mikil gella tessi manneskja var. Jaha, margt skrytid i henni Bangkok ;-)
Takk fyrir samfylgdina tid sem hafid lesid okkur, og svona ykkur ad segja, ta er heimsreisa 2006 naesta mal a dagskra!!
Sjaumst,
Asdis

Bless Taeland, bless Asia....
Eg trui thessu ekki, eg trui thessu EKKI... vid erum a leid heim i kvold. Eg get varla skrifad thetta ogratandi, komin med post holiday depression.

Vid erum bunar ad hafa thad alveg afskaplega gott herna i Asiu og vid vonum svo innilega ad thessi skrif okkar fai folk til ad skella ser hingad. Asia er ekkert langt i burtu og her er miklu, miklu odyrara og audveldara ferdast en i Evropu.

I gaer hittum vid hann Magga sem er ad ferdast med honum Bigga um heiminn a stokkinu (vaegast sagt), their eru med ferdasiduna www.maggiogbiggi.tk. Biggi var veikur thannig ad eg, Asdis og Maggi forum og fengum okkur nokkra bjora og adeins of marga kokteila og hittum ovart heilan utskriftarferdahop af Islendingum, vid erum allllsstadar. Mjog skemmtilegt kvold en eins og svo oft adur var ekki jafn gaman ad vakna i morgun. Asdisi lidur tho heldur verr en mer....thad gerir vist aldurinn hehehehe.

Ef eg hugsa til baka tha ber eftirfarandi haest:
1. Taeland...best i heimi, Ko Phi Phi, Ko Pha Ngan, snorkl, full moon, maturinn o.s.frv.
2. Laos.... Luang Prabang, Vang Vieng.. olysanlega fallegt land
3. Vietnam... Kafa,kafa,kafa. Halong floi, Hanoi, Natrang og bara svo margt fleira
4. Korea.... Nanta, landslagid, folkid, maturinn..
5. Asdis, besti ferdafelagi i heimi :)

Eg laet thetta gott heita i bili...... erum byrjadar ad plana heimsreisu haustid 2006, thangad til tha bless bless...

Helga

sunnudagur, maí 23, 2004

Ja, tad er vist svo....
27 ara i dag. Er ekki komin med neinar nyjar hrukkur en kannski eins og tvaer freknur. Takk til ykkar allra sem hafa sent mer afmaeliskvedju, tid hin, jaeja dagurinn er ekki enn ad enda kominn...;-) Tetta hefur annars verid prydisgodur afmaelisdagur. Honum var ad mestu eytt i leti a strondinni med milda timburmenn eftir skrall gaerkvoldsins og nuna erum vid Helga a leid i fotanudd og annad dekur. Ljufa lif....af hverju erum vid aftur ad fara heim eftir 6 daga?!
Kossar,
Asdis

fimmtudagur, maí 20, 2004

Fjolskyldan
sem fostrar okkur her i Thailandi er yndisleg. Okkur lidur svo vel hja teim ad vid viljum helst bara ekki yfirgefa stadinn. Vid dveljum i litlu husi vid strondina, med okkar eigin verond og hengirum. Utsynid ur hengiruminu er fagurblatt hafid, strondin, nokkur palmatre og blomarunnar og svo storkostleg solsetur. Fjolskyldan sem rekur stadinn er frabaer: Sammy, stelpa a okkar aldri, svo indael ad eg hugsa ad undir ordinu indael i ordabok se mynd af henni. Mamman, litil og bustin, ser um eldamennskuna (byr til jommi jommi thai mat) og er alltaf ad tyggja tobak, og ta meina eg alltaf....hun gengur ut um allt med trekassa fullan af einhverju tobaksjukki og tilheyrandi aholdum. Tessi kona er lika med ta fyndnustu rodd sem vid hofum heyrt. Hvell, skraek og syngjandi allt i senn...einstok alveg hreint og kemur okkur alltaf til ad brosa. Daetur hennar tvaer hafa erft tessa rodd og tad er svo gaman ad heyra taer tala saman...svona dalitid eins og allir sjofuglarnir i Latrabjargi taekju sig saman og roppudu. Pabbinn, har og grannur, svo grannur ad hann er eiginlega eins og tannstongull i thaibuxum. Tessi togla typa, hef aldrei heyrt hann tala ef eg hugsa ut i tad, sem lidur um eins og draugur og er alltaf, og aftur meina eg alltaf, med sigarettu lafandi ur odru munnvikinu. Er nokkud viss um ad hann reykir meira en bara venjulegt tobak....siesta/mok sem varir oftast allan daginn og tykkar jonur gefa tad sterklega til kynna. Yngsti fjolskyldumedlimurinn er mesta krutt i heimi...litil 3 ara dekurrofa sem braedir okkur Helgu alveg tegar hun brosir til okkar. Var fyrst mjog feimin vid okkur en er nuna ordin ollu frakkari. Gott folk, godur stadur, okkur lidur vel.

Asdis
A ekki ad vera komid vor?????
Eg neita thvi ad koma heim. Vedur dagsins i dag a Islandi: Reykjavík SA2 1 °
Akureyri SA1 -2 °
Egilsst. N0 -1 °

Vedur dagsins i dag i Taelandi: Sol og blida og 35 stiga hiti.

Eg bid Sigga storm vinsamlegast um ad laga vedrid i einum graenum, annars komum vid Asdis barasta ekkert heim.

Helga
Black moon party
....er ekki alveg okkar tebolli. Theim sem finnst gaman ad dansa trylltan stridsdans... vid brjalada teknotonlist.... innan um folk sem ser ekkert annad en fljugandi furduhluti tha er black moon party malid. Okkur fannst partyid nu heldur steikt og vildum nu frekar vera i godra vina hopi einhversstadar annarsstadar. Tharna vorum vid nu samt og gerdum okkar besta i a komast i "filinginn" med thvi ad drekka eins margar fotur og haegt var a sem stystum tima, utkoman var barasta agaetis party og hraedileg lidan daginn eftir.... afengi er bol!!!

Annars a hun systir min afmaeli i dag, til hamingju med daginn Hilda min vona ad thu eigir godan afmaelisdag. Bara svo thu vitir thad tha er eg buin ad bjoda sjalfri mer i Hvitasunnumat til ykkar, eg lofa ad koma med frihafnargotteri..... ;)

Eg vil benda lesendum a virkilega goda bloggsidu www.siggavidis.blogspot.com


knus og kossar
HelgaEf tynnka er maelikvardi a hversu vel madur skemmti ser kvoldid adur, ta attum vid Helga eitt besta kvold EVER i fyrradag. Upplifdum sem sagt tynnkudag fra HELVITI i gaer....timburmenn + 35 stiga hiti = kvol og algjor pina. Heldum i alvorunni ad vid myndum deyja tar sem vid lagum i moki undir viftunni i bungalowinu okkar. Slaemur dagur vaegt til orda tekid. Orsok vanlidunnar skrifast a thailenskt whisky. Aldrei aftur...eda hvad? Okkur lidur nu adeins betur i dag ;-) Umraett kvold var annars ljomandi skemmtilegt. A strondinni bjorgudum vid einum vel i glasi vini okkar sem var buinn ad tyna ollum felogum sinum og forum i frekar surt party haldid i tilefni tess ad ekkert sast i tunglid (black moon). Tad er sko alltaf god og gild astaeda til ad partyast her i Thailandi!! Kvoldinu lauk svo med okkur sitjandi i solstol a strondinni horfandi ut yfir hafid undir stjornubjortum himninum....mjog romantiskt ef einhver annar en Helga hefdi setid vid hlidina a mer og ef eg hefdi ekki gubbad pinu i sandinn. Ekki svo gaman ad tvi.
Asdis

mánudagur, maí 17, 2004

Ja vid erum enn a lifi. Gerum okkar besta i thvi ad lata timann lida sem allra, allra haegast. Ykkur ad segja tha gengur thad illa, thad er svo stutt i ad vid forum heim (snokkkkkt). Vid liggjum i algjorri leti og lesum ca. 1 bok a dag. Svona eiga fri ad vera!!!!!
Erum eins og thid vitid a eyju..... i Taelandsfloa...... og thad verdur vist black moon party herna a morgun. Alltaf astaeda til ad fagna: Full moon party, 2. i full moon party.... half moon party... black moon party og svo ad sjalfsogdu aftur full moon party og svo eru onnur strandparty party,party....... eg a eftir ad sakna thess ad dilla mer berfaett a strondinni vid undirleik Justin Timberlake, Missy Elliot, Nelly og annarra pikupoppara...... jaha, bregdast krosstre sem onnur tre, Helga og Asdis eru ordnir pikupopparar.
Eg a samt ekki eftir ad sakna thess ad bera a mig solarvorn morgum sinnum a dag og eg a sko alls ekki eftir ad sakna thess ad lykta eins og moskitofaela alltaf hreint. Svo leidist mer lika ad vera sisveitt. Eg hlakka samt sko ekkert til ad fara i 6 stiga hita og endalaust rok og rigningu og eg hlakka ekki til ad thurfa ad borga 6 fallt verd fyrir allt sem eg kaupi, dagar pilsa og bola a 200 kr, diet pepsi a 30 kr, maltid a bilinu 20-140 kr eru bradum taldir...en eg hlakka til ad hitta ykkur :)

Knus og kossar
Helga

fimmtudagur, maí 13, 2004

Bloggleti
....og bara almenn leti. Komnar til Ko Chang (enn ein eyjan) og erum vid hestaheilsu. Fleiri myndir komnar inn her.
Sidar,
Asdis

sunnudagur, maí 09, 2004

Lifid er eitt party hja okkur tessa stundina. Ekki laust vid ad Helga og eg seum a utskriftarferdarutopnu her a Ko Samui....samt minus stuttu Benedorm kjolarnir sem voru eiginlega bara hlyrabolir. En sem sagt, aframhaldandi gledi og glaumur, gaman gaman!! Helga var i ofurkonufiling i gaerkvoldi; sparkadi i rassinn a donalegum og leidinlegum strak, tok staedilegan vin okkar a hestbak og hljop med hann dagodan spol og svo tok hun mjog svo skemmtilegt dansmuv uppi a bekk/bordi inni a einum klubbnum (eg reyndar lika, fannst bara verda nefna eitthvad trennt i svona upptalningu). Og ja, svo reyndi einhver enskur gaur ad ganga i augun a okkur med tvi ad segjast hafa verid kaerastinn hennar Bjarkar Gudmundsdottur einu sinni. Gaeti svo sem alveg verid satt, en var ekki alveg ad virka....kaldlyndar og hardbrjosta, tad erum vid!!

Bless,
Asdis
Dagurinn i dag...
...Voknudum kl. 11
...fengum okkur nudlur og kok
...barum a okkur solarvorn nr.10,15,25 og 30 for eftir likamsportum
...logdumst a bekk vid sjoinn
...heitt, heitt, heitt, tekur a ad vinna i thvi ad verda brunn
...snerum okkur a hina hlidina
...skelltum okkur i sjoinn
...thorni,thorn
...meiri solarvorn
...aftur lagst a bekkinn
...horft a allt faklaedda folkid med hudflur....aettum vid ad fa okkur hudflur
...snuid ser aftur a hina hlida, 5 log a milli snuninga
...ananasshake, shake it, shake it....
...aftur i sjoinn
...thorni, thorn
...er lifid ekki dasamlegt.......

Erum by the way ekki a Ko Tao heldur a Ko Samui sem virdist hafa breyst i einhleypingastrond okkur til mikillar gledi, gaman, gaman.
Ko Chang er naest a dagskra

Helga

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ljufa lif....
Okkur likar svo vel a Koh Pha Ngan ad vid aetlum ad vera herna lengur. Liggjum i algjorri leti....tad eina sem vid turfum ad hugsa um er hvort vid bokum okkur a strondinni eda liggjum i hengirumi og lesum og hvad vid eigum ad fa okkur ad borda naest :-)
Erum ad faera okkur um set i dag, stefnum a afskekkta strond sem kallast Floskustrond og verdum vid ad keyra fullt og taka svo bat til ad komast tangad ut. Ny-sjalenskur vinur okkar og kunningjar hans plotudu okkur eiginlega til ad koma, en vid lentum alveg ovart a tvilikt skemmtilegu djammi med teim kvoldid eftir Full Moon. Tad var dansad a strondinni tar til rigningin vard of mikil, ta faerdi folk sig inn og strakarnir foru a kostum a dansgolfinu. Einn teirra syndi okkur storkostlegt "muv", serdeilis ny-sjalenskt, og rukkadi okkur Helgu svo um hid islenska muv. Vid badum um frest vegna hugmynda- og taktleysis, allar hugmyndir vel tegnar nuna takk! Sumir donsudu eins og brjalaedingar uppi a svidi (adallega kaffibrunar faklaeddar saenskar stelpur) og kanadiskur nyr vinur okkar sem vid Helga erum ekki alveg sammala um hvort heiti Ryan eda Brian hoppadi upp og tok eitt stykki moon a la Laugarvatn. Gaman ad tvi. Jaeja, vid verdum ad tjota, heyrumst sidar!!

Asdis

This page is powered by Blogger. Isn't yours?